Lækkun hámarkshraða á Patreksfirði og Bíldudal
Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur í samræmi við 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019 og að fengnu samþykki lögreglustjórans á Vestfjörðum ákveðið lækkun á hámarkshraða á Bíldudal og Patreksfirði. Umferðarhraði verði færður úr 35 km/klst. niður í 30 km/klst. á öllum götum á Bíldudal frá rimlahliði við innkomu í bæinn af Bíldudalsvegi, að rimlahliði við gatnamót Lönguhlíðar og Tjarnarbrautar við Ketildalaveg.
Einnig lækkar hraði á öllum götum á Patreksfirði að undanskilinni Strandgötu, frá gatnamótum Aðalstrætis og Strandgötu við Bíldudalsveg, að leikskólanum Arakletti við Strandgötu 21, þar sem áfram verður 50 km/klst. hámarkshraði.
Skipt verður um merkingar fimmtudaginn 10.07.2025 í báðum byggðakjörnum.