Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Leið­bein­andi í afleys­ingar við Araklett

Leitað er eftir leið­bein­anda/starfs­manni til að leysa af við leik­skólann Araklett á Patreks­firði.


Skrifað: 31. ágúst 2023

Á leikskólanum Arakletti eru nú 40 börn og 13 starfsmenn og er stefnt að því að fjölga bæði börnum og starfsfólki í vetur. En þó okkur finnist gaman í vinnunni, þá kemur fyrir að okkar góða og metnaðarfulla starfsfólk þurfi að komast til læknis, vilji komast í frí eða þurfi að bregða sér af bæ til dæmis til að taka þátt í staðlotu í skóla. Leitum við því að sveigjanlegu, lausnarmiðuðu og drífandi starfsfólki til að leysa af þegar vantar.

Einkunnarorð leikskólans eru leikur, gleði og vinátta og endurspeglast þau vel í starfi leikskólans, þar sem áhersla er lögð á frjálsan leik sem náms- og þroskaleið barnsins. Við skipuleggjum starfið með það í huga að skapa sérstaklega tækifæri til að efla málþroska og félagsþroska barnanna og erum sjálf að eflast í hugmyndafræði Vináttu/Blæs þar sem fjölbreytileiki og umburðarlyndi eru hornsteinar vináttunnar. Við viljum að fjölbreytileikinn endurspeglist í starfsfólkinu – svo ef þú hefur gaman af börnum, þá hvetjum við þig til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Að vinna að uppeldi og menntun barnanna
  • Sinna faglegu starfi á deildunum eftir leiðbeiningu deildarstjóra
  • Önnur verkefni er varða uppeldi og menntun barnanna
  • Vinna samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla- og skólastefnu Vesturbyggðar

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Skapandi hugsun og lausnarmiðuð nálgun á verkefni
  • Umburðarlyndi, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund
  • Sveigjanleiki
  • Hæfni til að taka frumkvæði og vinna sjálfstætt
  • Góð íslenskukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 15. september 2023

Laun eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttafélags og sambands íslenskra sveitafélaga.

Allir einstaklingar, óháð kyni og búsetu eru hvattir til að sækja um starfið, sérstaklega karlmenn og fólk sem komið er yfir fimmtugt. Umsókn fylgi ferlisskrá og rökstuðningur fyrir hæfni í starfi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bergdís Þrastardóttir, leikskólastjóri.

Araklettur leikskólastjóri

araklettur@vesturbyggd.is/+354 450 2342