Leikskólakennarar / leiðbeinendur – Vinabær og Araklettur
Leikskólakennarar eða leiðbeinendur óskast til starfa við Vinabæ á Tálknafirði og Araklett á Patreksfirði.
Skrifað: 8. desember 2025
Um er að ræða 100% störf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að vinna að uppeldi, menntun og faglegri umönnun barnanna.
- Vera leiðandi í að efla nám barnanna með þáttöku í leik.
- Skráning og ígrundun m.a. á tengslum og leik barna.
- Taka þátt í skipulagningu faglegs starfs, gerð skólanámsskrár, mati á starfsemi leikskólans, innleiðingu á Heillasporum og fleiri verkefnum.
- Teymisvinna, foreldrasamstarf og fleiri verkefni samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara og aðalnámsskrá leikskóla.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi.
- Leikskólakennaramenntun og/eða leyfisbréf kennara.
- Reynsla af uppeldis – og kennslustörfum með ungum börnum.
- Sjálfstæð og skipulög vinnubrögð.
- Góðir samvinnu- og samskiptahæfileikar.
- Góð íslenskukunnátta áskilin.
Umsóknarfrestur er til og með 21. desember 2025
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands Íslenskra Sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Allir einstaklingar, óháð kyni og búsetu eru hvattir til að sækja um starfið. Umsækjendur mega hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum.
Umsókn um starf skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi ef við á og upplýsingar um umsagnaraðila. Umsóknir skulu sendar á magnusarnar@vesturbyggd.is. Vesturbyggð áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Magnús A. Sveinbjörnsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.