Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Leik­skóla­kennari við Araklett

Leitað er eftir leik­skóla­kennara í 100% stöðu við leik­skólann Araklett á Patreks­firði.


Skrifað: 31. ágúst 2023

Leikskólinn Araklettur er í rífandi uppbyggingu og við leitum drífandi, hugmyndaríkum og lausnarmiðuðum leikskólakennara  til taka þátt í þessari uppbyggingu með okkur. Á leikskólanum Arakletti eru núna 40 börn en fyrirhuguð er stækkun á leikskólanum sem mun gera pláss fyrir allt 20 börn í viðbót. Einkunnarorð leikskólans eru: Leikur, gleði og vinátta og endurspeglast þau vel í starfi leikskólans, þar sem áhersla er lögð á frjálsan leik sem náms– og þroskaleið barnsins, við sköpum sérstaklega tækifæri til efla málþroska og félagsþroska barnanna og erum sjálf eflast í hugmyndafræði Vináttu/Blæs þar sem fjölbreytileiki og umburðarlyndi eru hornsteinar vináttunnar. Við viljum fjölbreytileikinn endurspeglist í starfsfólkinu og því hvetjum við sérstaklega karlmenn og þau sem komin eru yfir fimmtugt til sækja um.  

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Að vinna að uppeldi og menntun barnanna
 • Taka þátt í skipulagningu faglegs starfs leikskólans undir stjórn leikskólastjóraog/eða deildarstjóra
 • Taka þátt í gerð skólanámsskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra
 • Vinna í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna
 • Önnur verkefni er varða uppeldi og menntun barnanna
 • Vinna samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla og skólastefnu Vesturbyggðar

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Leyfi til að nota starfsheitið kennari
 • Gjarnan sérhæfð hæfni á leikskólastigi
 • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð, góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund
 • Góð íslenskukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 15. september 2023

Laun eru samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttafélags og sambands íslenskra sveitafélaga. 

Vakin er athygli á því að ef við náum ekki að ráða leikskólakennara kemur til greina að ráða annað háskólamenntað fólk eða leiðbeinendur. Umsókn fylgi, leyfisbréf, ferlisskrá og rökstuðningur fyrir hæfni í starfi.  

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bergdís Þrastardóttir, leikskólastjóri.

Araklettur leikskólastjóri

araklettur@vesturbyggd.is/+354 450 2342