Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Leik­skóla­dvöl 2020-2021 - Araklettur

Leik­skólinn Araklettur biður foreldra að sækja um leik­skóla­dvöl fyrir skóla­árið 2020-2021 eigi síðar en 31. maí n.k. Frekari upplýs­ingar um leik­skólann og umsókn­areyðu­blöð er að finna hér fyrir neðan.


Skrifað: 11. febrúar 2020

Leikskólinn Araklettur er við Strandgötu á Patreksfirði. Hann var byggður 1984 og tók til starfa í september það ár. Áður en leikskólinn var byggður var starfræktur gæsluvöllur á sama stað frá árinu 1965. Nafnið Araklettur hlaut leikskólinn á 10 ára afmæli sínu þegar efnt var til samkeppni um nafn meðal starfsfólks. Nafnið er dregið af  örnefni í grennd skólans. Þrjár deildir starfa á Arakletti; yngsta deildin Klettur, miðdeildin Krókur og elsta deildin Kot.

Araklettur leikskólastjóri

araklettur@vesturbyggd.is/+354 450 2342