Hoppa yfir valmynd

Lífs­hlaupið hefst í næstu viku

Lífs­hlaupið hefst 5. febrúar næst­kom­andi. Skráning er hafin á heima­síðu þeirra.  


Skrifað: 28. janúar 2025

Hvað er Lífshlaupið?

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að sporna við kyrrsetu og hvetja landsmenn til þess að hreyfa sig meira í sínu daglega lífi. Stuðst er við ráðleggingar embættis landlæknis um hreyfingu sem segir að börn og unglingar þurfi að hreyfa sig minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir þurfi að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 21,4 mínútur daglega. Í Lífshlaupinu er miðað við 30 mín á dag fyrir 16 ára og eldri. 
 
Reglubundin hreyfing stuðlar að bættum svefni, bættum lífsgæðum, dregur úr líkum á ýmsum sjúkdómum og styrkir hjarta- og æðakerfið.

Þú getur tekið þátt í:

  • Vinnustaðakeppni frá 5. til 25. febrúar, fyrir 16 ára og eldri (þrjár vikur)
  • Framhaldsskólakeppni frá 5. til 18 febrúar, fyrir 16 ára og eldri (tvær vikur)
  • Grunnskólakeppni frá 5. til 18. febrúar, fyrir 15 ára og yngri (tvær vikur)
  • Hreystihópar 67+ frá 5. til 25. febrúar, (þrjár vikur) 
Lífshlaupið 1920x1080_B2 (1)