Hoppa yfir valmynd

Lokað fyrir almennri umferð í Aðalstræti

Íbúar á Patreks­firði hafa eflaust orðið varir við fram­kvæmdir í Aðalstræti sem hafa áhrif á umferð. Óhindruð umferð getur farið um Strand­götu en lokað er fyrir almennri umferð milli Aðalstrætis 75 og 87 á meðan fram­kvæmdum stendur.


Skrifað: 9. júlí 2024

Verkið er hluti af bráðavörnum við Stekkagil og er undir verkefnastjórn Ríkiseignir – Framkvæmdasýslan FSR og Vesturbyggðar. Um frekar flóknar framkvæmdir er að ræða þar sem töluvert er um lagnir á svæðinu og einnig þar sem takmarka þarf töluvert umferð um svæði.

Hjáleið verður gerð meðfram verkstæði en eingöngu verður um einbreiðan veg að ræða sem hugsaður er eingöngu sem neyðarvegur fyrir bráðaaðila.

Framkvæmdirnar munu standa yfir frá mánudegi 8. júlí til og með mánudegi 15. júlí.


Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

geir@vesturbyggd.is/+354 450 2300