Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.
Minjasafnið að Hnjóti - sumarstarf
Hnjótur – Minjasafn Egils Ólafssonar leitar að jákvæðum, þjónustulunduðum, skipulögðum og snyrtilegum einstaklingum með hæfni í mannlegum samskiptum. Helstu verkefni starfsfólks felast meðal annars í leiðsögn um safnið, afgreiðslu í kaffiteríu og almennum þrifum.
Gott vald á íslenskri og enskri tungu er æskilegt og frekari tungumálakunnátta er kostur. Frítt húsnæði er í boði fyrir starfsfólk í 5 km. fjarlægð frá safninu. Eigið farartæki er kostur.
Frábært tækifæri fyrir áhugafólk um sögu, náttúru og menningu sunnanverðra Vestfjarða.
Umsóknarfrestur er til og með 11. mars 2023
Umsókn sendist á netfangið museum@hnjotur.is. Frekari upplýsingar gefur forstöðumaður safnsins í síma 465 1511.