Hoppa yfir valmynd

Nýtt gjald á fyrir­tæki

Við vinnu við fjár­hags­áætlun 2024 tók bæjar­stjórn Vest­ur­byggðar ákvörðun um að leggja á gjald á fast­eignir fyrir­tækja og stofn­anna í Vest­ur­byggð. Gjaldið heitir Rekstur grenndar- og söfn­un­ar­stöðva – fyrir­tæki og er 55.726 fyrir árið 2024 og er gjaldið innheimt með fast­eigna­gjöldum.


Skrifað: 1. febrúar 2024

Vesturbyggð stendur  undir ýmsum föstum kostnaði vegna fyrirtækja eins og rekstur á  gámasvæðum og öðrum föstum kostnaði sem ekki telst eðlilegt að heimilin standi ein undir.

Gjaldið er ekki ætlað til að standa undir sorphirðu hjá fyrirtækjum og stofnunum og ber þeim að gera samning við þjónustuaðila um hana.

Í lögum um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003 kemur fram að rekstraraðilum sé skylt að flokka rekstrarúrgang, jafnframt segir í sömu lögum að innheimta skuli gjald fyrir förgun úrgangs. Gjaldið skal nægja fyrir öllum kostnaði við förgun úrgangsins, þ.m.t. uppsetningu og rekstur viðkomandi  förgunarstaðar.  Sveitarfélagi er heimilt að ákveða gjaldið sem fast gjald á hverja fasteignareiningu sem má vera 50% af heildarkostnaði sveitarfélagsins til 1. Janúar 2025 eftir það má fastur kostnaður ekki vera hærri en sem nemur 25% af heildarkostnaði.