Nýtt sameiginlegt fréttasafn Vestfjarða
Nýtt stafrænt fréttasafn hefur verið birt en það safnar saman opinberum tilkynningum allra sveitarfélaga á Vestfjörðum, auk Vestfjarðastofu, á einn stað. Vefurinn er unninn að frumkvæði Diegos Ragnars.
Verkefnið hefur það að markmiði að auðvelda íbúum að nálgast upplýsingar hvaðan sem þær koma á svæðinu og fá þannig skýrari yfirsýn yfir það sem er að gerast í nágrannasveitarfélögum, hvort sem um er að ræða samfélagsviðburði, framkvæmdir eða aðrar tilkynningar.
Vefurinn safnar sjálfkrafa saman öllum nýjum tilkynningum sem birtast á síðum sveitarfélaganna og Vestfjarðastofu á fimm mínútna fresti og þurfa sveitarfélögin því ekki að gera neinar breytingar á sinni upplýsingagjöf.
Hlekkur á vefinn er neðst í fréttinni og hægt er að að koma ábendingum og hugmyndum að þróun hans á framfæri til Diegos Ragnars.