Hoppa yfir valmynd

Ofan­flóða­varnir Bíldu­dalur

Dagana 25. og 26.sept­ember munu aðilar frá verk­fræði­stof­unni Eflu, ásamt starfs­manni áhalda­húss Bíldudal fara um Bíldudal í þeim tilgangi að setja fast­merki  á sökkla húsa sem standa neðan við fyrir­hug­uðum ofann­flóða­mann­virki í hlíð­inni ofan við Bíldudal.


Skrifað: 11. september 2025

Boraður er þá 1-3 lítill stálbolti úr riðfríu stáli í hvert hús og nákvæm málsetning sett á boltana, boltana verður svo hægt að skoða seinna, hvort staðsetning hafi breyst á framkvæmdatíma.

Tilgangur þessa er að tryggja að íbúar geti með auðveldari hætti sótt að fá tjón sitt bætt, ef eitthvað kemur upp.

Jafnframt munu starfsfólk Eflu skoða garða og umhverfi og taka þar myndir og skrifa hjá sér minnispunkta og er tilgangur þess sá sami og með fastsetningamerki, að auðvelda vinnu seinna meir ef upp kemur ágreiningsmál í tengslum við framkvæmdina.

Að lokum munu starfsfólk Eflu vera tilbúnir að koma í skoðun innandyra hjá fólki ef íbúar telja að framkvæmdin geti haft þær afleiðingar, að vatn geti farið inn í hús eða kjallara en með því geta íbúar tryggt sig betur gegn því seinna meir ef ágreiningur kemur upp um að vatnstjón megi rekja til framkvæmda í fjallinu.

Óskað er eftir að íbúar sendi póst á jon.skuli.indridason@efla.is ef íbúar vilja láta framkvæma þannig skoðun innan dyra á fasteignum sínum.

Vesturbyggð mælir sterklega með að þeir íbúar sem telja líkur til að tjón geti orðið vegna vatns á húsnæði þeirra og að það tjón, ef verður, geti verið rakið til framkvæmda í fjallinu láti fara fram skoðun á húsnæði sínu.

Vesturbyggð óskar eftir því við íbúa á Bíldudal, að starfsfólki Eflu og starfsfólki Vesturbyggðar verði lofað að skoða svæðin sem best og að kortleggja lóðirnar sem nákvæmast, þannig að vinna við að fá úr málum bætt seinna mér komi til þess, verði sem best geti orðið

Fyrirhuguð skoðunarferð hjá Eflu mun fara fram daganna 25 og 26 september, en starfsfólk Vesturbyggðar mun svo setja fastsetningarmerki í sökkla húsa daganna þar á eftir.

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

geir@vesturbyggd.is/+354 450 2300