Hoppa yfir valmynd

Opið fyrir umsóknir í Uppbygg­ing­ar­sjóð

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Uppbygg­ing­ar­sjóði Vest­fjarða sem tengjast Sókn­aráætlun Vest­fjarða 2025–2029. Umsókn­ar­frestur stendur frá hádegi 17. sept­ember til hádegis 22. október.


Skrifað: 22. september 2025

Uppbyggingarsjóðurinn veitir annars vegar verkefnastyrki til atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningar og hins vegar stofn- og rekstrarstyrki til menningarstofnana. Við úthlutun er lögð áhersla á að styðja verkefni sem auka atvinnutækifæri, efla vöruþróun og hönnun, stuðla að fagmennsku í listum og menningu og styrkja menningartengda ferðaþjónustu og gjaldeyrisskapandi starfsemi.

Árið 2026 verður sérstaklega horft til verkefna sem stuðla að uppbyggingu vetrarferðaþjónustu á Vestfjörðum. Markmiðið er að efla fjölbreytt framtak sem styður atvinnulíf, menningu og nýsköpun í heimabyggð.

Nánari upplýsingar um umsóknarferlið og úthlutunarreglur má finna á heimasíðu Vestfjarðastofu.