Hoppa yfir valmynd

Óskað eftir þátt­töku íbúa við stefnu­mótun í íþrótta- og tómstunda­málum

Vest­ur­byggð er að vinna að sinni fyrstu stefnu í íþrótta- og tómstunda­málum og leitar eftir þátt­töku íbúa. Með þátt­töku í þessari stuttu könnun geta íbúar komið á fram­færi skoð­unum sínum og metið hvað skiptir mestu máli fyrir fram­tíðina.


Skrifað: 3. júlí 2025

Könnunin er aðgengileg á netinu og tekur aðeins nokkrar mínútur að svara. Svörin verða nýtt til að móta fjölbreytt, aðgengilegt og öflugt íþrótta- og tómstundastarf fyrir íbúa sveitarfélagsins.

Fjölbreytt sjónarmið skipta miklu máli í þessu mikilvæga ferli og því er mikilvægt að sem flestir taki þátt.

Könnunin verður aðgengileg til og með sunnudagsins 13. júlí nk.

Þeir sem vilja koma frekari athugasemdum eða hugmyndum á framfæri geta haft samband við Hafdísi Helgu Bjarnadóttur, tómstundafulltrúa Vesturbyggðar.