Hoppa yfir valmynd

Ráðning skóla­stjórn­enda í Patreks­skóla og Tálkna­fjarð­ar­skóla

Gengið hefur verið frá ráðn­ingum í störf tveggja skóla­stjórn­enda; Jónínu Helgu Sigurð­ar­dóttur í stöðu skóla­stjóra Patreks­skóla og Rakelar Guðfinns­dóttur í stöðu skóla­stjóra Tálkna­fjarð­ar­skóla.


Skrifað: 7. júlí 2025

Jónína Helga starfaði síðasta vetur í afleysingu sem skólastjóri Patreksskóla og þar áður sem kennari og deildarstjóri. Hún er starfsfólki, nemendum og foreldrum því að góðu kunn. Jónína er með bæði grunn- og framhaldsmenntun í grunnskólakennslu.

Rakel er fædd á Patreksfirði og á því tengingar hingað vestur. Hún er menntaður sjúkraliði, grunnskólakennari og talmeinafræðingur. Rakel hefur undanfarin 10 ár starfað í fyrirtækinu Okkar tal sem hún stofnaði ásamt fleirum.

Við bjóðum þær Rakel og Jónínu hjartanlega velkomnar til starfa.