Sérkennslustjóri – Araklettur
Sérkennslustjóri óskast til starfa við leikskólann Araklett á Patreksfirði.
Um er að ræða 50-100% starf.
Á Arakletti fer fram mikið og metnaðarfullt starf, þar sem áherslan er á samskipti og að vera góðir vinir, ásamt ásamt sköpun og sjálfstæði barnanna. Við erum í góðum tengslum við náttúru og nærumhverfi og einnig er gott samstarf á milli leikskóla í svetiarfélaginu og mikill stuðningur við starfsfólk. Við erum stolt af að geta boðið uppá húsnæði sem uppfyllir nútíma kröfur og starf sem er í rífandi þróun, þar sem við erum meðal annars að innleiða Heillaspor í samstarfi við Miðstöð Menntunar og Skólaþjónustu sem einn af fyrstu leikskólum á landinu. Hér koma saman á ári hverju 40-50 börn á tveimur deildum og 15-18 starfsmenn sem leggja sig fram um að öll börn fái það sem þau þurfa og að starfsfólkinu líði vel.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Bera ábyrgð á og stjórna skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslu í leikskólanum, ásamt leikskólastjóra.
- Að vera fagleg umsjónarmanneskja sérkennslu í leikskólanum og annast því frumgreiningu barna og sjá um ráðgjöf og aðra fræðslu tengdri sérkennslu til starfsmanna leikskólans.
- Vera tengiliður farsældar í leikskólanum og vinna í nánu samstarfi við deildarstjóra, foreldra/forráðamenn barna og fleiri, samkvæmt lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leikskólakennaramenntun, þroskaþjálfamenntun, framhaldsnám í sérkennslufræðum eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
- Góð íslenskukunnátta.
- Frumkvæði í starfi, samskiptahæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
Umsóknarfrestur er til og með 21. maí 2025
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands Íslenskra Sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Vakin er athygli á því að ef við náum ekki að ráða kennara kemur til greina að ráða annað háskólamenntað fólk eða leiðbeinendur. Allir einstaklingar, óháð kyni og búsetu eru hvattir til að sækja um starfið með því að senda tölvupóst á leikskólastjóra ára araklettur@vesturbyggd.is. Umsókn fylgi, leyfisbréf, ferlisskrá og rökstuðningur fyrir hæfni í starfi. Umsækjandi er aðstoðaður við að finna húsnæði og veittur er flutningsstyrkur.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Bergdís Þrastardóttir, leikskólastjóri.