Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Sérkennslu­stjóri/leik­skóla­kennari við leik­skólann Araklett á Patreks­firði

Við erum að leita að leik­skóla­kennara eða öðrum með sambæri­lega/nýti­lega menntun, til að gegna 50% starfi sérkennslu­stjóra og 50% starfi leik­skóla­kennara, við leik­skólann Araklett á Patreks­firði.


Skrifað: 6. júní 2024

Um leikskólann

Leikskólinn Araklettur á Patreksfirði er í rífandi uppbyggingu og leitum við að drífandi, víðsýnum og lausnarmiðuðum leikskólakennara til að vinna að þessari uppbyggingu með okkur. Á Arakletti er pláss fyrir allt að 60 börn, 15 á yngstu deild og allt að 45 á aldursblandaðri eldri deild þar sem við vinnum mikið með flæði og frjálsan leik. Eftir miklar breytingar á húsnæði og starfi leikskólans undanfarið ár erum við búin að innleiða breytingar sem uppfylla kröfur nýrrar aðalnámsskrár og erum stolt af því að geta boðið uppá húsnæði sem uppfyllir gæðaviðmið um leikskólastarf, bæði fyrir börn og starfsfólk. Í starfinu leggjum við áherslu á að gera fáa hluti og gera þá vel og munum skólaárið 2024-2025 leggja áherslu á að efla málþroska og félagsþroska barnanna og efla teymisvinnu og skipulag starfsfólksins. Sem lið í þessu munum við m.a. innleiða námsvísa og lotur og yrðir þú mikilvægur hluti af þeirri vinnu ásamt annari uppbyggingu sem framundan er.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Bera ábyrgð á og stjórna skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslu í leikskólanum, ásamt leikskólastjóra.
  • Að vera fagleg umsjónarmanneskja sérkennslu í leikskólanum og annast því frumgreiningu barna og sjá um ráðgjöf og aðra fræðslu tengdri sérkennslu til starfsmanna leikskólans.
  • Vinna í nánu samstarfi við deildarstjóra, foreldra/forráðamenn barna og fleiri, samkvæmt lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leikskólakennaramenntun, þroskaþjálfamenntun, framhaldsnám í sérkennslufræðum eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
  • Góð íslenskukunnátta.
  • Frumkvæði í starfi, samskiptahæfni og sjálfstæð vinnubrögð.

Umsóknarfrestur er til og með 20. júní 2024

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttafélags.

Allir einstaklingar, óháð kyni og búsetu eru hvattir til að sækja um starfið með því að senda umsókn á leikskólastjóra. Umsókn fylgi ferlisskrá og rökstuðningur fyrir hæfni í starfi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bergdís Þrastardóttir, leikskólastjóri.

Araklettur leikskólastjóri

araklettur@vesturbyggd.is/+354 450 2342