Sinfó í sundi í Laugarneslaug
Föstudaginn 29. ágúst 20:00 verður boðið til óvenjulegrar tónlistarupplifunar þegar Sinfó í sundi verður haldið í Laugarneslaug í Krossholti á Barðaströnd.
Viðburðurinn er hluti af 75 ára afmælishátíð Sinfóníuhljómsveitar Íslands og felur í sér beina útsendingu á Rás 1 frá stórtónleikunum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Klassíkin okkar. Áherslan í efnisskrá tónleikanna að þessu sinni verður á fjölbreyttan söng. Sams konar viðburðir verða haldnir í sundlaugum um allt land.
Þetta er gullið tækifæri til að njóta stórtónleika í stórbrotnu umhverfi Laugarneslaugar en aðgangur í sundlaugina verður ókeypis á viðburðinum.