Hoppa yfir valmynd

Sjálf­boða­liðar er orð ársins 2025

Kosn­ingu um orð ársins í Vest­ur­byggð 2025 er lokið og varð orðið sjálf­boða­liðar hlut­skarpast.


Skrifað: 16. desember 2025

Þann 27. nóvember síðastliðinn var auglýst eftir tillögum að orði ársins í sveitarfélaginu. Alls bárust 16 tillögur að 12 orðum og var kosið um sjö þeirra. Alls var kosið 204 sinnum og dreifðust atkvæðin á eftirfarandi hátt:

  • Byggðarmerki: 12 atkvæði eða 6%
  • Gullkista: 6 atkvæði eða 3%
  • Jarðhiti: 9 atkvæði eða 4%
  • Ljósleiðari: 4 atkvæði eða 2%
  • Sjálfboðaliðar: 149 atkvæði eða 73%
  • Undirskriftarlisti: 1 atkvæði eða 0%
  • Vatnslaust: 23 atkvæði eða 11%

Kærar þakkir eru færðar öllum þeim sem tóku þátt í valinu.

Sjálfboðar og sjálfboðaliðastarf skipar stóran sess í mannlífi svæðisins og eru fjölmargir íbúar sem leggja hönd á plóg á fjölbreyttum vettvangi. Framlag sjálfboðaliða stuðlar að öflugu mannlífi, menningu, samstöðu, öryggi og velferð í sveitarfélaginu.

Menningar- og ferðamálafulltrúi

VMÞ

muggsstofa@vesturbyggd.is/+354 450 2335