Hoppa yfir valmynd

Skipti­mark­aður og plokk­dagur á Tálkna­firði

Græn­fána­nefnd og foreldra­félag Tálkna­fjarð­ar­skóla bjóða öllum til þátt­töku í fata-, dóta- og bóka­skipti­markaði 20. sept­ember og plokk­degi þann 21. sept­ember.


Skrifað: 16. september 2025

Skiptimarkaður í Tálknafjarðarskóla

Laugardaginn 20. september kl. 13:00-15:00 verður haldinn fata-, dóta- og bókaskiptimarkaður í skólanum. Þar gefst þeim sem vilja tækifæri til að koma með föt, dót og bækur og hafa skipti. Hægt er að koma með á markaðinn á skólatíma helst ekki seinna en á föstudag. Á laugardaginn verður gengið inn um norðurenda skólans og það verður heitt á könnunni.

Plokkdagur að hausti

Dagur íslenskrar náttúru er þann 16. september. Að því tilefni höldum við plokkdag þann 21. september kl. 13:00-14:00. Við ætlum að hittast við búðina kl. 13:00 og velja okkur svæði til að plokka. Njótum í leiðinni góðrar útiveru, kaffi og léttar veitingar í boði eftir plokkið.