Skipulagsauglýsing - Brjánslækur, Brjánslækjarhöfn og Flókatóftir
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagi:
Brjánslækur, Brjánslækjarhöfn og Flókatóftir.
Tilgangur deiliskipulagsins er að búa til skipulagsramma utan um byggðina og þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er á næstunni s.s. stækkun hafnargarðs til að bæta smábátaaðstöðu, uppbygging þjónustu í tengslum við ferðamenn ásamt annarri uppbyggingu.
Tillagan liggur frammi á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, frá og með 28. febrúar til 11. apríl 2022 og er einnig til sýnis hér á heimasíðunni.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir til 11. apríl 2022. Skila skal athugasemdum á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, 450 Patreksfirði. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.
Virðingarfyllst,
Skipulagsfulltrúi Vesturbyggðar