Skipulagsauglýsing — Hafnar- og þjónustusvæði á Patreksfirði
Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi breytingu á deiliskipulagi.
Breytingin er í nokkrum liðum svo sem nýr viðlegukantur, fjölgun lóða, breyting á vegum og almennar lagfæringar.
Tillagan liggur frammi á skrifstofu Vesturbyggðar á Patreksfirði, Aðalstræti 75, frá og með 10. október til 24. nóvember 2025 og er einnig til sýnis á heimasíðu Vesturbyggðar sem og undir málsnúmeri 1410/2025 á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir til 24. nóvember 2025.
Skila skal athugasemdum undir málsnúmerinu 1410/2025 í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.