Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar
Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti á fundi sínum þann 29. október að auglýsa lýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 á Bíldudal í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Aðalskipulagsbreytingin felst í breytingu á landnotkun í þéttbýli Bíldudals á svæði við Hafnarbraut. Núverandi íbúðarsvæði er stækkað niður á landfyllingu og um leið minnkar nærliggjandi opið svæði til sérstakra nota. Ástæða breytingarinnar er að rýmka fyrir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis innan Bíldudals.
Skipulagslýsingin sem er sett fram í greinargerð verður til sýnis á skrifstofu Vesturbyggðar Aðalstræti 75, 450 Patreksfirði og á heimasíðu sveitarfélagsins www.vesturbyggd.is.
Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að leggja fram sjónarmið og ábendingar við við skipulagslýsinguna og skal þeim skilað skriflega á skrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, 450 Patrekfirði eða á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is fyrir 3. desember n.k.