Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir meira en 4 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.
Skipulagsmál Bíldudalur – opið hús
Opið hús verður um tillögur breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, Hafnarbraut á Bíldudal og deiliskipulag sama efnis.
Breytingin á aðalskipulaginu felst í breyttri afmörkun á íbúðarsvæði við Hafnarbraut og það stækkað niður fyrir Hafnarbraut yfir á landfyllingu. Opið svæði til sérstakra nota Ú7 minnkar sem því nemur. Í deiliskipulagstillögunni er nánari skilgreining á fyrirætlunum.
Opna húsið verður haldið í aðstöðu bókasafnsins í Skrímslasetrinu á Bíldudal, fimmtudaginn 17. desember frá kl. 16:00-18:00.
Allir áhugasamir eru hvattir til þess að mæta og kynna sér skipulagið. Tillagan verður síðan auglýst og gefst þá íbúum kostur að koma með skriflegar athugasemdir.