Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir næstum 5 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Skipu­lagsmál Fisk­eldi Seftjörn lóð 1 – opið hús

Opið hús verður um tillögur breyt­ingu á Aðal­skipu­lagi Vest­ur­byggðar 2006-2018 og deili­skipu­lagi Seftjarnar lóðar 1. Breyt­ing­arnar fjalla báðar um iðnað­ar­svæði við Seftjörn lóð 1 – fisk­eldi.


Skrifað: 14. júlí 2020

Opna húsið verður haldið í Ráðhúsi Vesturbyggðar að Aðalstræti 75, fimmtudaginn 16. júlí frá kl. 15:00-17:00. Byggingarfulltrúi verður á staðnum til að taka við spurningum.

Allir áhugasamir eru hvattir til þess að mæta og kynna sér skipulagið. Tillagan verður síðan auglýst og gefst þá íbúum kostur að koma með skriflegar athugasemdir.