Skjöldur til heiðurs Facon í Baldurshaga
Nýr skjöldur til heiðurs hljómsveitinni Facon hefur verið afhjúpaður í félagsheimilinu Baldurshaga á Bíldudal.
Hljómsveitin naut mikilla vinsælda á sínum tíma og átti stóran þátt í að efla tónlistarlíf á svæðinu. Verkefnið hlaut styrk úr menningar- og ferðamálasjóði sveitarfélagsins og það liður í að halda menningarsögu Bíldudals á lofti.
Á myndum má sjá Gerði Björk Sveinsdóttur, bæjarstjóra, og Jón Kr. Ólafsson, söngvara Facon, við skjöldinn og einnig nærmynd af skildinum sjálfum.


Gerður Björk Sveinsdóttir, bæjarstjóri, og Jón Kr. Ólafsson, söngvari Facon, við skjöldinn.