Hoppa yfir valmynd

Skoð­un­ar­áætlun eldvarn­ar­eft­ir­lits

Út er komin skoð­un­ar­áætlun eldvarn­ar­eft­ir­lits fyrir árið 2025


Skrifað: 4. febrúar 2025

Áætlunin er nú aðgengileg undir slökkvilið á heimasíðu sveitarfélagsins. Skoðunaráætlun er gefin út til þess að íbúar geti áttað sig á því hvaða hús fá eldvarnareftirlit á árinu og næstu fjórum árum.

Húsum er skipt niður í notkunarflokka eftir gerð og notkun bygginga. Ræðst það meðal annars af því hvort fólk er staðkunnugt í húsnæðinu, hvort þar sé sofið eða ekki og hvort það geti bjargað sér sjálft. Mismunandi tíðni og áherslur eru eftir flokkum.

Fyrir utan hefðbundnar skoðanir fara fram úttektir vegna öryggis og lokaúttekta bygginga. Einnig fara fram skoðanir á byggingum vegna ýmissa tækifærisleyfa bæði gagnvart byggingum og staðsetningum.