Hoppa yfir valmynd

Skóla­liðar – Patreks­skóli

Viltu slást í hóp starfs­manna sem hafa starfs­gleði, faglegan metnað og umhyggju fyrir velferð nemenda að leið­ar­ljósi? Meðal áherslna Patreks­skóla er faglegt lærdóms­sam­félag, einstak­lings­miðað nám, leið­sagn­arnám og samþætting náms­greina þar sem grunn­þættir mennt­unar endur­speglast í skóla­starfinu.

 


Skrifað: 7. maí 2025

Laus er til umsóknar stöður skólaliða við Patreksskóla

Starfssvið

  • Dagleg þrif á skólahúsnæði
  • Móttaka á mat og umsjón með matsal
  • Sinna gæslu hvar og hvenær sem þörf er á
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
  • Vinna samkvæmt stefnu skólans.
  • Vinna að því að skapa gott andrúmsloft í skólanum og tryggja öryggi og velferð nemenda og starfsfólks
  • Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Frumkvæði í störfum og faglegur metnaður
  • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta
  • Vilji til að bæta við þekkingu sína
  • Stundvísi

Umsóknarfrestur er til og með 21. maí 2025

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsækjendur mega hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá.

Nánari upplýsingar veitir Jónína Helga Sigurðardóttir Berg, skólastjóri Patreksskóla. Umsóknir sendist á netfangið joninas@vesturbyggd.is. Vesturbyggð áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Patreksskóli skólastjóri

JHSB

joninas@vesturbyggd.is/+354 450 2320