Sólmyrkvagleraugu fyrir alla íbúa
Sveitarfélagið hefur tekið þátt í sameiginlegri pöntun á sólmyrkvagleraugum fyrir íbúa á Vestfjörðum. Gleraugun verða afhent þegar nær dregur almyrkvanum sem verður 12. ágúst 2026.
Næsta sumar verður almyrkvi á sólu sem mun sjást lengst frá Látrabjargi. Til að tryggja að íbúar geti notið þessa einstaka náttúrufyrirbæris á öruggan hátt hefur sveitarfélagið tekið þátt í sameiginlegri pöntun á sólmyrkvagleraugum ásamt öðrum sveitarfélögum á Vestfjörðum.
Sveitarfélagið fær um 1.800 gleraugu sem uppfylla alla viðurkennda öryggisstaðla sem verður dreift þegar nær dregur sólmyrkvanum. Mikilvægt er að íbúar noti aðeins réttan öryggisbúnað við áhorf til að koma í veg fyrir augnskaða.
Nánari upplýsingar um afhendingu gleraugnanna verða birtar síðar.