Starf aðalbókara laust til umsóknar
Vesturbyggð óskar eftir að ráða til sín aðalbókara á fjármála- og stjórnsýslusviði. Aðalbókari ber ábyrgð á bókhaldi Vesturbyggðar, stofnana og fyrirtækja sveitarfélagsins. Um er að ræða 50% starf.
Aðalbókari annast bókun fylgiskjala, afstemmingar og aðra úrvinnslu úr fjárhagsbókhaldi, skýrslugerð og greiningarvinnu úr bókhaldi auk þess að annast uppgjör og áætlanagerð í samvinnu við sviðsstjóra og endurskoðendur. Þá kemur aðalbókari að undirbúningi og vinnu við fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins.
Starfssvið
- Umsjón, eftirlit og ábyrgð á bókhaldi Vesturbyggðar
- Afstemmingar og önnur úrvinnsla úr fjárhagsbókhaldi
- Þátttaka við vinnslu uppgjörs og frágangs bókhalds
- Þátttaka í áætlanagerð
- Innra eftirlit
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Viðskiptafræðimenntun eða sambærileg menntun á sviði bókhalds
- Reynsla og góð þekking á bókhaldi er skilyrði
- Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga, er æskileg
- Góð tölvukunnátta skilyrði
- Nákvæmni og skipulagni í vinnubrögðum
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Jákvæðni og góðir samstarfshæfileikar
Umsóknarfrestur er til og með 30. desember 2019
Laun og starfskjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Nánari upplýsingar veitir Gerður Björk Sveinsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Vesturbyggðar.
Umsóknum ásamt ferilskrá skal skila í Ráðhús Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði eða í tölvupósti á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is merkt „Umsókn – Aðalbókari“.