Starf í fiskeldi, starfsnám
Vilt þú taka þátt í að móta framtíðina?
Við erum stolt af því að bjóða fólki sem nýlega er útskrifað úr fiskeldisnámi eða tengdu námi, stöðu starfsnema. Um er að ræða skipluagða þjálfun þar sem viðkomandi gefst kostur á að starfa í ákveðinn tíma í hverri deild, í gegnum alla virðiskeðjuna, og öðlast þannig góða innsýn og færni í sem víðustum skilningi
Matvælaframleiðsla í sjó er hluti af lausn á sjálfbærniáskorunum á heimsvísu. Við erum stolt af því að framleiða hollan mat á loftslagsvænan máta og vera hluti af matvælaframboði framtíðarinnar.
Hjá Arnarlaxi verður þú hluti af krefjandi og fjölbreyttu starfsumhverfi sem einkennist af sterkri áherslu á sjálfbæra matvælaframleiðslu. Hjá okkur færð þú tækifæri til að læra og þróast hjá fyrirtæki með áherslu á nýsköpun og þróun framtíðarlausna í matvælaframleiðslu.
Á starfsþjálfunartímabilinu munt þú vinna að verkefnum í seiðaframleiðslu, sem eldisbóndi á sjó, við uppskeru og í söludeild. Helstu verkefni og ábyrgð munu einskorðast við þá deild sem við á hverju sinni og því margbreytileg eftir því.
Aðalstarfsstöðin er á Vestfjörðum (Bíldudal, Patreksfirði og Tálknafirði) en þú munt fá tækifæri til að starfa á öðrum starfsstöðvum Arnarlax. Á hverri starfsstöð og stigi munt þú fá úthlutaðan leiðbeinanda og góða eftirfylgni í gegnum starfsnámið.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Brennandi áhugi á fiskeldi og tengdum starfsgreinum
- Menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af vinnumarkaði er kostur
- Enskukunnátta er skilyrði
- Góð samskiptahæfni, sjálfstæð vinnubrögð og árangursmiðað hugarfar
- Vandvirkur einstaklingur sem gætir að eigin heilsu og öryggi
Arnarlax býður:
- Góð tækifæri til að þróast, bæði persónulega og faglega
- Spennandi vinnuumhverfi í ört vaxandi atvinnugrein
- Fjölbreytt verkefni og þjálfun
- Frían aðgang að íþróttamannvirkjum í Vesturbyggð og Tálknafirði
Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2023
Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi fyrir starfið.
Nánari upplýsingar veitir Björn Hembre, Forstjóri Arnarlax, bjorn@arnarlax.is.