Starfsfólk í slökkvilið
Slökkviliðið óskar eftir að ráða starfsfólk til að sinna slökkvistörfum á þremur stöðvum liðsins; Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal.
Um framtíðarstarf er að ræða og þau sem ráðin eru munu fá nauðsynlega menntun og þjálfun til að sinna starfinu. Leitað er að einstaklingum sem vilja láta gott af sér leiða og hafa áhuga að tilheyra öflugu liði sem hefur það hlutverk að sinna útkallsþjónustu í sveitarfélaginu.
Nánari upplýsingar veitir slökkviliðsstjóri og tekur hann einnig við umsóknum. Umsóknarfrestur er til og með 15. desember.
