Hoppa yfir valmynd

Stefnu­mót­un­ar­fundur íþrótta­héraða á Vest­fjörðum

Sunnu­daginn 19. október kl. 13:00 fer fram stefnu­mót­un­ar­fundur íþrótta­héraða á Vest­fjörðum á Ísafirði.


Skrifað: 17. október 2025

Fundurinn er liður í sameiginlegu verkefni héraðanna um aukið samstarf í íþróttastarfi á Vestfjörðum þar sem unnið er að mótun framtíðarsýnar og eflingu íþróttastarfs á svæðinu. Hugmyndin að stefnumótunarvinnunni varð til á mánaðarlegum fundum héraðanna sem hófust með tilkomu svæðisstöðva ÍSÍ og UMFÍ.

Á dagskránni er stutt kynning á verkefninu, SVÓT-greining, hópavinna um lykilþætti íþróttastarfs á Vestfjörðum og samantekt þar sem rætt verður um áframhald verkefnisins. Fundurinn hefst kl. 13:00 og lýkur um kl. 15:00.

Markmiðið með fundinum er að efla samvinnu héraðanna, greina styrkleika og áskoranir og leggja grunn að sameiginlegri framtíðarsýn fyrir íþróttastarf á Vestfjörðum.