Hoppa yfir valmynd

Stjörnu-Sævar heldur erindi um sólmyrkva

Sævar Helgi Bragason, jafnan þekktur sem Stjörnu-Sævar, heldur erindi í Skjald­borg­ar­bíói miðviku­daginn 14. maí kl. 20:00.


Skrifað: 12. maí 2025

Síðdegis miðvikudaginn 12. ágúst 2026 munu allra augu beinast til himins. Þá verður almyrkvi á sólu, eitt allra glæsilegasta sjónarspil náttúrunnar. Á jörðinni er myrkvinn lengstur á landi í Vesturbyggð svo búast má við að talsverður fjöldi fólks leggi leið sína hingað til að fylgjast með. Í erindinu segir Sævar Helgi Bragason frá almyrkvanum og hvernig hægt er að fylgjast með honum á öruggan hátt. Aðgangur er ókeypis og hentar bæði krökkum og fullorðnum.

Sævar verður með sólmyrkvagleraugu til sölu á staðnum.

Sævar Helgi Bragason