Hoppa yfir valmynd

Störf í félags­mið­stöðvum

Félags­mið­stöðvar Vest­ur­byggðar auglýsa eftir leið­bein­endum og forstöðu­mönnum. Í sveit­ar­fé­laginu eru þrjár félags­mið­stöðvar; Dímon á Bíldudal, Tunglið á Tálkna­firði og Vest-End á Patreks­firði.


Skrifað: 28. ágúst 2025

Viðkomandi þurfa að geta hafið störf sem fyrst.

Störfin felast í skipulagningu og framkvæmd á starfi félagsmiðstöðva Vesturbyggðar í samráði við unglinga og annað starfsfólk. Félagsmiðstöðvarnar eru að jafnaði opnar tvö kvöld í viku, tvo tíma í senn.

Félagsmiðstöðvarnar starfa náið saman og eru sameiginlegir viðburðir haldnir einu sinni í mánuði.

Hæfniskröfur

  • Viðkomandi þarf að hafa náð 20 ára aldri
  • Reynsla í vinnu með unglingum æskileg
  • Sjálfstæð vinnubrögð, stundvísi og jákvætt viðmót skilyrði
  • Áhugi fyrir að efla unglingastarf á svæðinu æskilegur

Umsóknarfrestur er til og með 8. september 2025

Laun og starfskjör eru í samræmi við kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttafélags. Vesturbyggð áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Frekari upplýsingar veitir Magnús Arnar Sveinbjörnsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs

MAS

magnusarnar@vesturbyggd.is/+354 450 2300