Hoppa yfir valmynd

Stuðn­ings­að­ilar á fjöl­skyldu­sviði

Fjöl­skyldu­svið leitast eftir því að ráða stuðn­ings­aðila fyrir börn á Bíldudal. Viðkom­andi þarf að hafa náð 18 ára aldri.


Skrifað: 13. maí 2025

Menntunar-og hæfniskröfur

  • Menntun eða reynsla af starfi með fötluðum börnum kostur
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og sjálfstæð vinnubrögð nauðsynleg
  • Stundvísi, snyrtimennska og reglusemi

Helstu verkefni

  • Persónulegur stuðningur barns, aðlagaður að þörfum og áhugasviði hvers barns fyrir sig
  • Um er að ræða tímavinnu í samráði við foreldra og barn
  • Starfið er gefandi og skemmtilegt!

Umsóknarfrestur er til og með 20. maí 2025

Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Allir einstaklingar óháð kyni eru hvattir til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar veitir Theodóra Jóhannsdóttir, félagsráðgjafi fjölskyldusviðs, og tekur hún einnig við umsóknum.