Hoppa yfir valmynd

Stuðn­ings­full­trúi — Bíldu­dals­skóli

 Viltu slást í hóp starfs­manna sem hafa starfs­gleði, faglegan metnað og umhyggju fyrir velferð nemenda að leið­ar­ljósi? Meðal áherslna Bíldu­dals­skóla er faglegt lærdóms­sam­félag, einstak­lings­miðað nám, leið­sagn­arnám og samþætting náms­greina þar sem grunn­þættir mennt­unar endur­speglast í skóla­starfinu.


Skrifað: 8. ágúst 2025

Einkunnarorð skólans eru: Samskipti-Samvinna-Sköpun.

Bíldudalsskóli leitar að stuðningfulltrúa til þess að slást í hópinn. Um er að ræða 100% starf frá 15. ágúst 2025.

Stuðningsfulltrúi aðstoðar nemendur náms- og félagslega með það að markmiði að auka færni þeirra og sjálfstæði. Stuðningsfulltrúi vinnur í nánu samstarfi við kennara eða sérkennara, eftir áætlun og leiðsögn þeirra. Fylgir einum eða fleiri nemendum í frímínútum og vettvangsferðum og aðstoðar þá eftir þörfum. Situr fundi með umsjónarkenna.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Nám stuðningsfulltrúa eða sambærilegt nám æskilegt
  • Reynsla af uppeldi og kennslustörfum í grunnskóla æskileg
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Frumkvæði í störfum og faglegur metnaður
  • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslensku- og tölvukunnátta
  • Vilji til að bæta við þekkingu sína
  • Stundvísi

Umsóknarfrestur er til og með 13. ágúst 2025

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar veitir Lilja Rut Rúnarsdóttir, skólastjóri Bíldudalsskóla í síma 450 2333/866 2245, og umsóknir sendist á hana.

Bíldudalsskóli skólastjóri

LRR

liljarut@vesturbyggd.is/+354 450 2333