Stuðningsfulltrúi í Bíldudalsskóla
Bíldudalsskóli auglýsir lausa til umsóknar 70% stöða stuðningsfulltrúa með möguleika á 100% starfi.
Gerð er krafa um sérstakt nám fyrir stuðningsfulltrúa eða sambærilegt nám og talsverða reynslu í starfi. Starfsmaður starfar með nemendum með einhvers konar fötlun, röskun og/eða sérþarfir samkvæmt skilgreiningu sérfræðings. Sérþarfir nemendanna eru þess eðlis að þeir þurfa sérstakan starfsmann með sér í öllu skólastarfi. Meðal verkefna eru félagslegur stuðningur og þjálfun.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Nám stuðningsfulltrúa eða sambærilegt nám æskilegt
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum æskileg
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Góð íslensku- og tölvukunnátta
Umsóknarfrestur er til og með 22. maí 2021
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélags. Umsækjendur mega hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga (kynferðisbrot), nr. 19/1940 frá því að hann var sakhæfur (15 ára) né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá.
Frekari upplýsingar gefur Signý Sverrisdóttir skólastjóri