Sumarfrístund og sumarnámskeið á Patró
Þriðjudaginn 3. júní hefst sumarfrístund og sumarnámskeið á Patreksfirði fyrir börn í 1.-4. bekk. Sumarfrístund verður alla virka daga frá kl. 08:00-12:00 og sumarnámskeið frá kl. 12:00-16:00.
Skrifað: 22. maí 2025
Skráning fer fram á íbúagátt Vesturbyggðar, þar sem forráðamenn geta skráð börn í sumarfrístund, sumarnámskeið eða bæði. Að því loknu er hægt að velja þá daga sem barnið mun sækja.
Hægt verður að skrá til og með fimmtudagsins 29. maí.
Hér fyrir neðan má sjá dagskrá sumarnámskeiðsins.


Sumarfrístund (hádegismatur innifalinn) | hver dagur | 1.637 kr. |
Sumarnámskeið (hressing innifalin) | hver dagur | 1.637 kr. |
Sumarfrístund og sumarnámskeið (Hádegismatur og hressing innifalið) | hver dagur | 3.346 kr. |
Systkinaafsláttur af dvalargjaldi, annað barn | 50% | |
Systkinaafsláttur af dvalargjaldi, þriðja barn | 75% | |
Fyrst þarf að velja hvort barnið taki þátt í sumarfrístund, sumarnámskeiði eða báðu. Að því loknu er hægt að velja þá daga sem barnið mun sækja. |