Sumarnámskeið á Bíldudal
Dagana 30. júní til 10. júlí verður haldið skemmtilegt og fjölbreytt sumarnámskeið á Bíldudal fyrir börn í 1.-4. bekk.
Skrifað: 27. júní 2025
Námskeiðið fer fram mánudaga til fimmtudaga kl. 13:00–16:00 og verður haldið í félagsmiðstöðinni Dímon í Baldurshaga.
Lögð verður áhersla á leiki, útiveru og skapandi verkefni við hæfi aldurshópsins. Þema fyrstu vikunnar verður náttúra og sköpun, en í seinni vikunni verður lögð áhersla á hreyfingu og tónlist.
Skráning fer fram á íbúagátt Vesturbyggðar.
Sumarnámskeið | ||
Sumarnámskeið (hressing innifalin) | hver dagur | 1.310 kr. |