Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Sumarstörf fyrir náms­menn í Vest­ur­byggð

Vest­ur­byggð er þátt­tak­andi í átaks­verk­efni um að fjölga tíma­bundið störfum fyrir náms­menn í sumar. Vinnu­mála­stofnun stýrir átakinu í samvinnu við stofn­anir ríkisins, félaga­samtök og sveit­ar­félög.


Skrifað: 12. maí 2021

Vest­ur­byggð auglýsir hér með laus til umsóknar þrjú sumarstörf. Störfin eru aðeins ætluð náms­mönnum, 18 ára og eldri sem eru á milli anna í námi. Ráðn­ing­ar­tími er að hámarki tveir og hálfur mánuður og fellur innan tíma­bilsins frá og með 15. maí 2021 til 15. september 2021. Um er að ræða 100% störf.

1. Gömlu húsin á Bíldudal

Vesturbyggð í samvinnu við áhugamannafélagið Gyðu hefur unnið að undirbúningi uppbyggingu gamalla húsa á Bíldudal. Gert er ráð fyrir að gömul hús verða flutt á svæðið, endurgerð og endurbyggð að eldri fyrirmynd húsa sem áður stóðu á Bíldudal. Með framkvæmdinni er gert ráð fyrir að til verði einstök götumynd gamalla húsa og hafnarsvæði sem mun vekja athygli og draga til sín ferðamenn, sem og auka öryggi ferðamanna og íbúa sem stunda sjósport á Bíldudal. Er hér með auglýst eftir sumarstarfsmanni til að vinna að hönnun, skipulagi og teikningum á umhverfi og húsum á nýrri landfyllingu við höfnina á Bíldudal. Hluti starfsins felur í sér að greina þau tækifæri sem felast í verkefninu, meta og greina þá starfsemi sem húsin geti hýst þegar þau hafa risið og samspil ólíkrar starfsemi húsanna. Lokaafurð verkefnisins verði í formi skýrslu og kynningarefnis, ásamt tillögum sem nýtast geta í áframhaldandi vinnu við verkefnið.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólanám sem nýtist í starfi
  • Hæfni og lipurð í samskiptum og samvinnu
  • Frumkvæði og sjáfstæði í starfi
  • Námsmaður hafi stundað nám á vorönn 2021 og er skráður í nám á haustönn 2021
  • Námsmaður verði að lámarki 18 ára á árinu

 

2. Kynningarefni fyrir Vesturbyggð

Vesturbyggð auglýsir eftir starfsmanni til að vinna kynningar- og markaðsefni fyrir sveitarfélagið. Verkefnið felur í sér söfnun upplýsinga og gagna um sveitarfélagið, úrvinnslu þeirra upplýsinga í fjölbreytt efni, sem nýtist sveitarfélaginu til kynningar og markaðssetningar. Viðkomandi starfsmaður þarf að búa yfir góðri færni til að rita texta, búa yfir skapandi hugsun, frumkvæði og jákvæðni.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Nám sem nýtist í starfi, svo sem nýsköpunar- og viðskiptaþróun, markaðsfræði eða sambærilegu námi
  • Hæfni og lipurð í samskiptum og samvinnu
  • Frumkvæði og sjáfstæði í starfi
  • Námsmaður hafi stundað nám á vorönn 2021 og er skráður í nám á haustönn 2021
  • Námsmaður verði að lámarki 18 ára á árinu

 

3. Verkefni á sviði skipulags- og byggingamála

Vesturbyggð auglýsir eftir starfsmanni í  verkefni á sviði skipulags- og byggingamála. Meðal verkefna er vinna við kortavefsjá og að yfirfara fasteignaskráningar í sveitarfélaginu, sem felst í því að keyrt er um sveitarfélagið og skráð hvort óskráðar byggingar séu til sveita og hvort mannvirki sem búið er að rífa séu enn í fasteignaskrá.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Nám sem nýtist í starfi, svo sem verkfræði, skipulagsfræði, tæknifræði eða sambærilegu námi
  • Hæfni og lipurð í samskiptum og samvinnu
  • Frumkvæði og sjáfstæði í starfi
  • Námsmaður hafi stundað nám á vorönn 2021 og er skráður í nám á haustönn 2021
  • Námsmaður verði að lámarki 18 ára á árinu

Umsóknarfrestur er til og með 22. maí 2021

Laun fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags. Með umsókn skal fylgja staðfesting á námi á milli anna og starfsferilsskrá.

Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skila í Ráðhús Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði eða í tölvupósti á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is

Áhugasamir einstaklingar óháð kyni eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.