Hoppa yfir valmynd
Athugið að umsóknarfrestur er liðinn.

Sumarstörf - Yfir­flokks­stjóri og flokks­stjóri hjá vinnu­skóla

Leitað er að einstak­lingum til starfa hjá vinnu­skóla Vest­ur­byggðar sumarið 2024. 


Skrifað: 8. mars 2024

Yfirflokksstjórar

Leitað er eftir kröftugum, áhugasömum, skipulögðum og skemmtilegum einstaklingi til að starfa í vinnuskóla Vesturbyggðar, annars vegar á Patreksfirði og hins vegar á Bíldudal sumarið 2024. 

Um er að ræða 100% sumarstarf sem hentar öllum kynjum. 

Í starfinu felst að skipuleggja sumarstarfið í samstarfi við áhaldahús og tómstundafulltrúa, leiðbeina ungmennum og vera í samskiptum við foreldra barna og unglinga. 

Flokksstjórar

Óskað er eftir að ráða einstaklinga sem eiga gott með að vinna með öðrum, hafa frumkvæði, eru góðar fyrirmyndir, stundvísir, metnaðarfullir og samviskusamir. Starf flokksstjóra felst í að vinna með ungmennum.

Umsóknarfrestur er til og með 22. mars 2024

Um er að ræða sumarstörf og eru laun og starfskjör í samræmi við kjarasamninga Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum og Samband íslenskra sveitarfélaga. 

Frekari upplýsingar gefur Hafdís Helga Bjarnadóttir tómstundafulltrúi og tekur hún einnig á móti umsóknum.