Hoppa yfir valmynd

Tæming sorps og endur­vinnslu­efnis

Unnið er að því að tæma sorp og endur­vinnslu­efni á sunn­an­verðum Vest­fjörðum.


Skrifað: 2. janúar 2024

Borið hefur á því að erfiðlega hefur gengið að komast að tunnum við ákveðna staði, þar sem ekki hefur verið hreinsað frá tunnum. Íbúar eru því hvattir til að hreinsa frá tunnum og gera sem best aðgengilegt fyrir verktaka sem losa tunnur.