Takmörkuð starfsemi Muggsstofu
Kennsla yngsta stigs og frístund Bíldudalsskóla hefur nú flutt sig um set yfir í Muggsstofu fram að skólaslitum. Til að gæta persónuverndar og lágmarka truflun á skólastarfi tekur starfssemi Muggsstofu breytingum frá og með 13. maí til og með 5. júní næstkomandi.
Eftirtaldar breytingar taka gildi:
- Opnunartími bókasafnsins verður kl. 16-17 á þriðjudögum og fimmtudögum. Biðlað er til gesta að lágmarka viðveru á safninu og sýna eigum skólans og nemenda virðingu.
- Félagsstarf eldra fólks verður á Vegamótum kl. 14-16 á miðvikudögum. Vesturbyggð greiðir fyrir kaffið en gestir greiða sjálfir fyrir hvers kyns veitingar og bakkelsi.
- Skrifstofurými fyrir starfsfólk sveitarfélagsins, námsmenn og aðra verður lokað.
- Engin prófayfirseta verður á þessu tímabili.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Takk fyrir skilninginn.