Hoppa yfir valmynd

Tendrun jóla­trjáa 2023

Gleðj­umst saman í skamm­deginu þegar kveikt verður á ljósum á jóla­trjám bæjarins.


Skrifað: 7. nóvember 2023

Allir bæjarbúar eru velkomnir að vera viðstaddir. Tendrunin á Patreksfirði verður á Friðþjófstorgi þann 27. nóvember og á Bíldudal við Baldurshaga þann 28. nóvember. Dagskrá hefst kl. 16:30.

  • Boðið verður upp á kakó og piparkökur
  • Nemendur tónlistarskólans flytja ljúfa tóna
  • Jólahugvekjur
  • Kveikt á jólaljósunum
  • Dansað í kringum jólatréð

Auk þessa býður Vesturbyggð bæjarbúum í Skjaldborgarbíó á myndina Jólamóðir kl. 17:30 þann 27. nóvember.

Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir.

Menningar- og ferðamálafulltrúi

VMÞ

muggsstofa@vesturbyggd.is/+354 450 2335