Hoppa yfir valmynd

Þjón­usta og ráðgjöf — Lyfja Patreks­firði

Lyfja leitar að jákvæðum og sjálf­stæðum einstak­lingi með ríka þjón­ustu­lund í sölu og afgreiðslu í Lyfju Patreks­firði. Starfið felst í almennum afgreiðslu­störfum og ráðgjöf til viðskipta­vina um val og notkun á lausa­sölu­lyfjum og öðrum vörum.


Skrifað: 16. september 2025

Starfið

Vinnutími er frá 11:00-17:00 alla virka daga. Umsækjandi þarf að hafa ágæta íslensku- og enskukunnáttu.

Hlutverk og ábyrgð

  • Ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum og lausasölulyfjum
  • Þjónusta og almenn afgreiðslustörf
  • Áfyllingar í verslun
  • Afhending lyfja gegn lyfseðli

Hvaða hæfni þarft þú að hafa?

  • Ríka þjónustulund og gott viðmót
  • Áhuga á mannlegum samskiptum
  • Reynsla af verslunarstörfum er skilyrði
  • Reynsla af störfum í apóteki er kostur

Nánari upplýsingar veita Elín Kristín Einarsdóttir, forstöðumaður útibús í síma 456 1222 og Jónas Þór Birgisson, lyfsali, jonas@lyfja.is, eða í síma 456 3009.

Nánari upplýsingar um auglýsinguna og skil á umsókn á hlekk neðst í fréttinni.

Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

Hvers vegna Lyfja?

Lyfja er leiðandi fyrirtæki í íslenskri heilbrigðisþjónustu með það að markmiði að lengja líf og bæta lífsgæði landsmanna. Við leggjum áherslu á faglega og hlýlega þjónustu, heilsueflingu og stöðuga nýsköpun.

Við leggjum okkur fram um að skapa vinnuumhverfi þar sem starfsfólk upplifir jákvæðan starfsanda, fær tækifæri til að þróast í starfi og nýtir hæfileika sína til fulls. Við bjóðum upp á öfluga fræðslu, markvissa starfsþróun og leggjum mikla áherslu á gott jafnvægi milli vinnu og einkalífs.

Lyfja rekur 45 apótek og útibú víðs vegar um landið, sem gefur starfsfólki kost á fjölbreyttum og spennandi tækifærum, hvar sem er á landinu.