Hoppa yfir valmynd

Þrenging vegstæðis á Brunnum

Uppfært 1. júlí 2025: Vegna ófyr­iséðna atburða taka fram­kvæmdir vegna teng­inga á nýrri vatns­lögn lengri tíma en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir á Brunnum. Vonast er eftir að fram­kvæmdum ljúki fimmtu­daginn 3.júlí.


Skrifað: 30. júní 2025

Næstu tvo daga, það er frá og með 30. júní til 2. júlí, verða tímabundnar framkvæmdir á Brunnum, Patreksfirði, við að yfirfæra hús við götuna yfir á nýju vatnslögnina. Því þarf að þrengja vegstæði milli Brunna 14 og 15, gatan verður opnuð að hluta á þeim stað.

Vegfarendur eru beðnir um að sýna verktökum tillitssemi, og óskað er eftir að íbúar sýni þessari framkvæmd skilning.

Hætt er við að íbúar við Brunna muni verða fyrir einhverjum truflunum á vatni á meðan á þessari framkvæmd stendur. Notendur eru beðnir um að sýna því skilning að ekki er um aðra leið að velja, meðan framkvæmdir standa yfir.


Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

geir@vesturbyggd.is/+354 450 2300