Hoppa yfir valmynd
Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 1 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.

Tilkynning um færan­legan kjör­stað

Sameig­inleg kjör­stjórn um kosn­ingar um samein­ingu Tálkna­fjarð­ar­hrepps og Vest­ur­byggðar hefur tekið ákvörðun um að stað og stund færan­legs kjör­staðar.


Skrifað: 15. október 2023

Sameiginleg kjörstjórn um kosningar um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hefur tekið ákvörðun um að setja upp færanlegan kjörstað á eftirfarandi tíma og stað:

Föstudaginn 20. október 2023

  • Kl. 13:00 – 14:00 við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Stekkjum 1, 450 Patreksfirði
  • Kl. 15:00 – 16:00 við Leikskólann Araklett, Strandgötu 20, 450 Patreksfirði

Þriðjudaginn 24. október 2023

  • Kl. 14:00-15:00 í Odda hf., Eyrargötu 1, 450 Patreksfirði

Miðvikudaginn 25. október 2023

  • Kl. 12:30 – 13:30 hjá Arnarlaxi, vinnslustöð Bíldudal

Samkvæmt reglugerð um íbúakosningar sveitarfélag er ekki heimilt að hafa tvo kjörstaði fyrir sömu kjördeildir opna samtímis. Því mun þurfa að loka kjörstöðum á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar á eftirfarandi tímum:

  • kl. 12:00 föstudaginn 20. október og þriðjudaginn 24. október
  • kl. 11:00 miðvikudaginn 25. október