Hoppa yfir valmynd

Tjald­svæði á Bíldu­dals grænum baunum

Bæjar­há­tíðin Bíldu­dals grænar baunir fer fram helgina 3.-6. júlí 2025. Nýr Bíldu­dals­skóli rís nú á því svæði sem stór hluti tjald­svæð­isins við Byltu var áður. Hér eru upplýs­ingar til gesta hátíð­ar­innar um fyrir­komulag tjald­svæða um hátíð­ar­helgina 2025.


Skrifað: 26. júní 2025

Tjaldsvæðið við Byltu

Sem áður geta gestir gist á tjaldsvæðinu við íþróttamiðstöðina Byltu en svæðið er minna en áður vegna byggingar nýs skóla. Keyrt er inn á svæðið frá bílastæði Byltu, meðfram grindverkinu við heita pottinn.

Tjaldsvæðið við Byltu


Tjaldsvæðið við Skrímslasetrið

Til að koma til móts við minnkað svæði við Byltu hefur nýtt svæði verið opnað við Skrímslasetrið. Tjaldsvæðið er staðsett við hliðina á Skrímslasetrinu en Vesturbyggð annast rekstur þess. Athygli er vakin á því að salerni Skrímslasetursins er einungis fyrir viðskiptavini þess, á það einnig við um pall Skrímslasetursins og fremstu bílastæðin við setrið.

Tjaldsvæðið við Skrímslasetrið


Tjaldsvæðið við Völuvöll

Auk tjaldsvæðanna við Byltu og Skrímslasetrið verður tjaldsvæði á Völuvelli aðeins yfir hátíðarhelgina. Þar eru tvö klósett og einn rafmagnsstaur. Þegar keyrt er frá þorpinu er beygt til vinstri þegar komið er framhjá Litlu-Eyri.


Önnur svæði í bænum

Komi til þess að ofangreind svæði anni ekki eftirspurn geta gestir tjaldað eða komið hýsum sínum fyrir á fyrirfram skilgreindum svæðum sem sjá má á eftirfarandi yfirlitsmyndum. Athygli er vakin á því að hvorki verða rafmagnstenglar né salerni á þessum svæðum.

Yfirlitsmynd

Gott að hafa í huga

  • Allir tjaldsvæðisgestir geta nýtt sér sturtuaðstöðu í Byltu gegn framvísun kvittunar.
  • Ekki verður tekið við bókunum á tjaldsvæðunum. Hér gildir hin gamla góða regla fyrstur kemur fyrstur fær. Biðlað er til gesta að geyma bíla sína á bílastæðum eftir að hýsum/tjöldum hefur verið komið fyrir til að rýma fyrir fleiri gestum.
  • Búast má við hávaða frá hátíðarhöldum á tjaldsvæðinu við Skrímslasetrið. Þá gætu gestir einnig orðið varir við óm frá hátíðarsvæði hjá Byltu, auk truflana vegna framkvæmda við nýjan skóla. Gestir eru beðnir um að sýna þessu skilning. Búist er við minnstum hávaða á svæðinu á Völuvelli.
  • Tjaldsvæðið á Bíldudal er eitt af þremur tjaldsvæðum Vesturbyggðar, hin eru staðsett á Tálknafirði annars vegar og Patreksfirði hins vegar. Nánari upplýsingar um þau svæði má nálgast í hlekknum neðst á fréttinni.
  • Menningar- og ferðamálafulltrúi svarar öllum fyrirspurnum um tjaldsvæðin á Bíldudal á netfangið muggsstofa@vesturbyggd.is og í síma 857 4818.

Reglur á tjaldsvæðum Vesturbyggðar

  • Vinsamlegast hafið hunda í taumi og hreinsið upp eftir þá.
  • Opnir eldar eru bannaðir nema í sérstökum grillum eða eldstæðum.
  • Næturkyrrð gildir frá kl. 23:00 til 07:00.
  • Vinsamlegast keyrið varlega og sýnið aðgát þar sem börn og gangandi vegfarendur eru á ferð.
  • Vinsamlegast flokkið sorp og losið í viðeigandi gáma.
  • Vesturbyggð og rekstraraðilar tjaldsvæðanna bera ekki ábyrgð á tjóni eða stolnum munum.
  • Vinsamlegast virðið afmörkuð svæði.
  • Börn skulu ávallt vera undir eftirliti og á ábyrgð foreldra eða forráðamanna.
  • Vinsamlegast sýnið öðrum gestum tillitssemi og virðingu.
  • Ef upp kemur atvik sem varðar lögreglumál skal hafa beint samband við lögregluna í síma 112.
AðstaðaByltaSkrímslasetriðVöluvöllurAuðir blettir í bænum

Leikvöllur

Nei

Nei

Rafmagnstenglar

Nei

Salerni

Nei

Salerni með aðgengi fyrir hjólastóla

Aðeins á opnunartíma Byltu

Nei

Nei

Ekki salerni

Seyrulosun

Nei

Nei

Nei

Sturtur

Nei

Nei

Nei

Uppvöskunaraðstaða

Nei

Nei

Þurrkari

Nei

Nei

Nei

Þvottavél

Nei

Nei

Nei

Tjaldsvæði
Gistinótt fyrir 18 ára og eldriá mann1.855 kr.
Gistinótt fyrir eldri borgara og öryrkjaá mann1.484 kr.
3 nætur dvölá mann3.888 kr.
4 nætur dvölá mann5.178 kr.
5 nætur dvölá mann6.468 kr.
6 nætur dvölá mann7.764 kr.
Vikudvölá mann9.055 kr.
Rafmagná sólarhring1.594 kr.
Þvottavél og þurrkarihvert skipti1.730 kr.
Á gistinótt bætist við gistináttaskattur eins og hann er hverju sinni.
Tjaldsvæði í Breiðavík
Gistinóttá mann2.400 kr.
Öll þjónusta er innifalin í verðinu:
Sturtur
Þvottavél
Snúrur
Grillaðstaða / kolagrill
Rafmagn
Vatn fyrir húsbíla
Seyrulosun í rör
Fullbúið eldhús
Matsalur með 30 sæti

Menningar- og ferðamálafulltrúi

VMÞ

muggsstofa@vesturbyggd.is/+354 450 2335