Hoppa yfir valmynd

Útboð — Móatún

Gatna­gerð, gröftur, fylling, vatns­lagnir, holræsa­lagnir og burð­arlag.


Skrifað: 6. júní 2024

Sameinað sveitarfélag Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar óskar eftir tilboðum í endurnýjun götu og lagna í Móatúni Tálknafirði.

Helstu stærðir

  • Gröftur 3000m³
  • Styrktarlag 800m³
  • Burðarlag 270m³
  • Holræsalagnir 740m
  • Vatnslagnir 380m
  • Fjarlægja slitlag og aka á brott 2838m²

Verktaki skal skila yfirborði tilbúnu undir malbik.

Útboðsmörk eru sýnd á yfirlitsmynd Verkís nr. C71.001

 

Verkið skal vinna samkvæmt útboðs- og verklýsingu „Móatún – Gatnagerð, gröftur, fylling, vatnslagnir, holræsalagnir og burðalag.“

Útboðsgögn verða afhend bjóðendum á rafrænu formi. Senda skal tölvupóst á Geir Gestsson geir@vesturbyggd.is eða Verkís jhb@verkis.is til að óska eftir að fá útboðsgögn.

  • Auglýsingadagur útboðs er 06. júní 2024.
  • Engin kynning verður á útboði.
  • Fyrirspurnartíma vegna útboðs lýkur 18. júní 2024.
  • Svarfrestur rennur út 21. júní 2024.
  • Opnunartími tilboða verður 24. júní 2024 kl. 11:00. Bæjarskrifstofa sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar. Aðalstræti 75, 450 Patreksfirði.

 

Áskilinn er réttur til að kalla eftir upplýsingum sem varða verkefnið.

Lögð er rík áhersla á að bjóðendur skili inn umbeðnum gögnum með tilboðum sínum. Geri þeir það ekki getur tilboði þeirra verið vísað frá.

Farið verður með allar upplýsingar frá bjóðendum sem trúnaðarmál.

 

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs

geir@vesturbyggd.is/+354 450 2300