Athugið að þessi færsla var skrifuð fyrir u.þ.b. 6 ári síðan, og því gæti innihald hennar ekki átt við lengur.
Vefritinu ÚR VÖR verður ýtt úr vör í dag
Í vefritinu verður fjallað um nýsköpun, menningu, listir og frumkvöðlastarf og lögð áhersla á hvernig fólk á Vestfjörðum og víðsvegar um landið notar skapandi aðferðir til að leita lausna.
ÚR VÖR er staðsett á Vestfjörðum og verður áhersla lögð á þann landsfjórðung en mikilvægt er að veita öðrum fjórðungum athygli og mun það vera gert. Það eru Aron Ingi og Julie Gasiglia, eigendur Hússins-Creative Space, sem skipa teymið á bakvið ÚR VÖR.
Vefurinn fór í loftið í dag kl. 15:15